Samþykkt að hefja undirbúning að aðgerðum

Samninganefnd Framsýnar kom saman til fundar í dag. Þar ríkti einhugur um að hefja undirbúning að aðgerðum takist deiluaðilum, Starfsgreinasambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins ekki að ná fram nýjum kjarasamningum í næstu viku. Bókunin er eftirfarandi:

„Samninganefnd Framsýnar samþykkir að hefja undirbúning að aðgerðum takist ekki að ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir starfsfólk á almenna vinnumarkaðinum á næstu dögum. Það á við um félagsmenn Framsýnar sem starfa eftir kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Aðgerðirnar beinist í fyrstu að starfsfólki sem starfar við ræstingar og þrif á félagssvæðinu. Formanni og varaformanni Framsýnar verði falið að fylgja málinu eftir fh. saminganefndar félagsins.“

Deila á