Flogið áfram til Húsavíkur

Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug frá Reykjavík til Húsavíkur út mars. Þrátt fyrir þessar breytingar verða engar áþreifanlegar breytingar á þjónustu við farþega, s.s. bókanir sem fara áfram í gegnum bókunarvél Ernis. Flognar verða fimm ferðir í viku á tímabilinu 1. mars til 31. mars. Flogið verður fjóra daga í viku milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Flugvélar af gerðinni Beechcraft King Air B200, sem er 9 farþegasæta vél, og Jetstream 32, sem tekur 19 farþega í sæti, verða notaðar í þetta verkefni. Flugleiðir þessar eru styrktar sérstaklega af ríkinu til að tryggja tímabundið lágmarksþjónustu á þessum leiðum á meðan markaðslegar forsendur eru ekki til staðar, enda flugið mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðunum. Framsýn mun halda áfram að berjast fyrir því að stjórnvöld komi að því að styðja við bakið á þessari flugleið til framtíðar enda afar mikilvægt að svo verði fyrir íbúa á svæðinu og alla þá fjölmörgu aðra sem treysta á flugið um Húsavíkurflugvöll. Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að stéttarfélagsfargjöldin gilda áfram fyrir félagsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.

Deila á