Einhugur um að efla samstarfið um fjölmenningarmál

Nele Marie Beitelstein sem ráðin hefur verið í starf fjölmenningarfulltrúa Norðurþings fundaði með starfsmönnum stéttarfélaganna í vikunni. Vilji er til þess að efla samstarfið milli aðila með það að markmiði að gera samfélagið okkar betra fyrir alla þá sem velja að flytja inn og svæðið og setjast hér að. Eins og kunnugt er hefur erlendum íbúum fjölgað verulega á félagssvæði stéttarfélaganna sem nær yfir sveitarfélögin, Norðurþing, Tjörneshrepp og Þingeyjarsveit. Stéttarfélögin hafa þegar brugðist við þessu með því að ráða Agnieszku Szczodrowsku til starfa hjá stéttarfélögunum en hún kom til starfa á síðasta ári.

Nele er með BA gráðu Visual arts, music og Fjölmiðlun og MA próf í Hagnýt fjölmiðla og Menningarfræðum frá háskólanum í Merseburg í Þýskalandi. Nele hefur starfað í ferðaþjónustu og nú síðast sinnt stöðu fjölmenningarfulltrúa sveitarfélagsins í afleysingu. Nele hefur jafnframt sinnt félagsstörfum fyrir Rauða krossinn sem og öðrum félagsstörfum.

Deila á