Allir í leikhús – Leikdeild Eflingar klikkar ekki

Þá er komið að því. Leikdeild Umf. Eflingar frumsýnir leikverkið „Í gegnum tíðina“ 1. mars næstkomandi. Verkið er í leikstjórn Hildar Kristínar Thorstensen. Leikskáldið í Reykjadal, sjálfur Hörður Þór Benónýsson, skrifaði leikritið sem fjallar um líf fjölskyldu á árunum milli ca 1950-1990 og er söngdagskrá með lögum frá þessum tíma fléttað inn í söguna. Já sæll, bara frábært! 

Að sjálfsögðu ætla stéttarfélögin Framsýn, Þingiðn og STH að niðurgreiða miða á sýninguna fyrir félagsmenn á öllum aldri. Félagsmenn fá kr. 1.000,- í afslátt per miða en fullt verð er kr. 3.800,-. En munið, félagsmenn sem vonandi fjölmenna á sýninguna, þurfa að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna áður en þeir fara á sýninguna. Á skrifstofunni fá þeir afsláttarmiða sem þeir framvísa síðan við innganginn þegar þeir greiða fyrir miðann. Ekki flókið, skorum á alla að skella sér á leikritið á Breiðumýri, örugglega frábær kvöldstund.

Deila á