Húsavíkurstofa í karphúsinu

Þegar formaður Framsýnar kom í húsnæði ríkissáttasemjara í byrjun síðustu viku var vel tekið á móti honum af Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara en Aðalsteinn Árni hefur tekið þátt í þeim kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir síðustu vikurnar með hléum milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands. Tilefnið var ekki síst að sýna formanni Framsýnar ljósmyndir sem teknar voru á Húsavík í byrjun síðustu aldar af húsum og vinnandi verkafólki. Myndunum hefur verið komið fyrir í karphúsinu, það er í einu af þeim herbergjum þar sem kjaraviðræðurnar fara fram. Svo gæti farið að næstu kjarasamningar verði undirritaðir í herberginu góða sem gengur undir nafninu Húsavíkurstofa hjá forsvarsmönnum Framsýnar.

Deila á