Öskudagurinn á Húsavík hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum manninum í bænum fagra við Sjálfanda. Alls konar karakterar, sumir sælir en aðrir all rosalegir, hafa verið vappandi um göturnar í dag með poka í hönd eða á baki. Heilsað hefur verið upp á fyrirtæki og stofnanir um allar trissur og sungið í skiptum fyrir mæru. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru á Skrifstofu stéttarfélaganna en fjöldi barna sem og fullorðnir hafa komið við og tekið lagið. Við þökkum kærlega fyrir okkur.