Sjómenn innan Framsýnar – Atkvæðagreiðsla er hafin

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning SSÍ og SSÍ, sem Framsýn á aðild að fyrir sína sjómenn, er hafin. Hlekkurinn er Atkvæðagreiðsla um kjarasamning sjómanna sem undirritaður var 6. febrúar 2024

Kosningin hófst kl. 12:00 mánudaginn 12. febrúar og lýkur henni föstudaginn 16. febrúar kl. 15:00. Athugið að hver einstaklingur getur aðeins kosið einu sinni. Því er mikilvægt að sjómenn kynni sér samninginn vel áður en kosið er. Þá er jafnframt afar mikilvægt að sjómenn greiði atkvæði um kjarasamninginn. Hægt er að nálgast samninginn hér á heimasíðunni. Sjómenn innan Framsýnar sem telja sig geta kosið en eru ekki á kjörskrá geta kært sig inn á kjörskrá með því að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Sjómannadeild Framsýnar

Deila á