Forsvarsmenn Framsýnar, Aðalsteinn Árni og Aðalsteinn Jóhannes gerðu góða ferð til PCC á Bakka í vikunni. Félagarnir fengu höfðinglegar móttökur. Tilgangur ferðarinnar var að fræðast um starfsemina og heilsa upp á starfsmenn verksmiðjunnar. Um þessar mundir eru um 140 starfsmenn við störf auk þess sem nokkrum verkþáttum hefur verið útvistað til undirverktaka. Það voru þau Gestur Pétursson forstjóri, Steinþór Freyr Þorsteinsson öryggisstjóri, Þórunn Harðardóttir sérfræðingur í öryggis- og umhverfisteymi og Marella Steinsdóttir mannauðsstjóri sem sáu um kynninguna.
Ingimar Knútsson er öflugur maður í alla staði en hann er einn af þremur trúnaðarmönnum PCC.
Það er mikill mannauður hjá PCC, hér má sjá Kristján Hjaltalín sem undanfarin ár hefur verið á sjó en er nú kominn til starfa á Bakka.
Þórunn og Marella eru báðar í stjórnunarstörfum á Bakka, hér eru þær ásamt formanni Framsýnar í skoðunarferð um verksmiðjuna.