Framsýn hefur undanfarið skorað á sveitarfélögin í Þingeyjarsýslum að sína aðhald í hækkunum á gjaldskrám þar sem það muni án efa liðka fyrir gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum. Eins og fram hefur komið fjölmiðlum standa kjaraviðræður yfir um þessar mundir enda kjarasamningar lausir á morgun, 31. janúar 2024. Tjörneshreppur og Norðurþing höfðu áður svarað ákalli Framsýnar með jákvæðum hætti. Nú hefur Þingeyjarsveit jafnframt sent frá sér yfirlýsingu sem er í anda viðbragða Norðurþings. Tjörneshreppur hafði áður samþykkt að hækka ekki gjaldskrár um síðustu áramót. Framsýn fagnar viðbrögðum sveitarfélaganna sem hafa greinilega vilja til þess að leggja sitt að mörkum svo takist að klára gerð kjarasamninga á næstu vikum. Hér má sjá viðbrögð annars vegar Byggðaráðs Þingeyjarsveitar og hins vegar sveitarstjórnar.
Byggðaráð Þingeyjarsveitar:
Eitt stærsta hagsmunamál fyrir heimilin í landinu er verðstöðugleiki. Lækkun verðbólgu, stýrivaxta og ekki síður langtímavaxta skiptir miklu máli fyrir fjárhagslega afkomu fólks, fyrirtækja og sveitarfélaga. Byggðarráð styður þær fyrirætlanir að lögð sé áhersla á langtímakjarasamninga með verðstöðugleika til lengri tíma að leiðarljósi. Ef í burðarliðnum er þjóðarsátt um stöðugt verðlag, þar sem bæði launþegahreyfingar starfsmanna á almenna markaðinum og opinberra starfsmanna ganga í takt, þá er Þingeyjarsveit reiðubúin að leggja sitt af mörkum og endurskoða gjaldskrárhækkanir. Byggðarráð minnir jafnframt á að innan sveitarfélagsins eru einingar á borð við sorphirðu. Lögum samkvæmt er gert ráð fyrir að slíkar einingar séu sjálfbærar og verða gjaldskrár að taka mið af því. Almenn hækkun á gjaldskrám Þingeyjarsveitar í fjárhagsáætlun 2024 er 7,5% sem tók mið að áætlaðri verðbólgu ársins 2023 og 2024. Þrátt fyrir samþykkta fjárhagsáætlun ársins 2024 lýsir byggðarráð Þingeyjarsveitar yfir vilja til að endurskoða gjaldskrárhækkanir verði af þjóðarsátt.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar:
Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og gerir hana að sinni. Bókun sveitarstjórnar: Eitt stærsta hagsmunamál fyrir heimilin í landinu er verðstöðugleiki. Lækkun verðbólgu, stýrivaxta og ekki síður langtímavaxta skiptir miklu máli fyrir fjárhagslega afkomu fólks, fyrirtækja og sveitarfélaga. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar styður þær fyrirætlanir, að lögð sé áhersla á langtímakjarasamninga með verðstöðugleika til lengri tíma að leiðarljósi. Ef í burðarliðnum er þjóðarsátt um stöðugt verðlag, þar sem bæði launþegahreyfingar starfsmanna á almenna markaðinum og opinberra starfsmanna ganga í takt, þá er Þingeyjarsveit reiðubúin að leggja sitt af mörkum og endurskoða gjaldskrárhækkanir. Sveitarstjórn minnir jafnframt á að innan sveitarfélagsins eru einingar á borð við sorphirðu en lögum samkvæmt er gert ráð fyrir að slíkar einingar séu sjálfbærar og verða gjaldskrár að taka mið af því. Almenn hækkun á gjaldskrám Þingeyjarsveitar í fjárhagsáætlun 2024 er 7,5% sem tók mið að áætlaðri verðbólgu ársins 2023 og 2024. Þrátt fyrir samþykkta fjárhagsáætlun ársins 2024 lýsir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar yfir vilja til að endurskoða gjaldskrárhækkanir, verði af þjóðarsátt. Samþykkt samhljóða.