Unnið við frágang á borholum

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Þeistareykjum í gær en þá var unnið að því að setja upp toppbúnað á ÞG-20 sem er seinni borholan sem Jarðboranir boruðu fyrir Landsvirkjun í sumar á Þeistareykjum. Því fylgir að tengja hana við hljóðdeyfi, frárennsli ofl. Nú er holan að hita sig og verður væntanlega hleypt upp fljótlega. Fyrri holan, ÞG-19, hefur verið í blæstri frá því í desember og lofar góðu. Báðar borholurnar eru skáboraðar. Lengdin á þeim er 3000 metrar og raundýpið eitthvað um 2400 metrar. Síðan er að vona, að orkan sem verður til við frekari boranir, verði notuð til atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsveit eða Norðurþingi.

Deila á