Þingiðn – Vinnutími samræmdur frá 1. febrúar 2024

Frá og með 1. febrúar nk. verður einn samræmdur vinnutími hjá aðildarfélögum Samiðnar, þar á meðal Þingiðnar, en frá þeim tíma verður virkur vinnutími 36 klukkustundir á viku. Jafnframt verður deilitala dagvinnukaups 156 frá sama tíma. Áhrif breytts fyrirkomulags á kaffi- og matartíma hefur engin áhrif nema um annað sé samið.

Umrædd breyting byggir á 3. grein í kjarasamningi aðila frá 12. desember 2022 en gildistími hans er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.

Ef óskað er aðstoðar við útfærsluna er hægt að senda tölvupóst á postur@samidn.is

Deila á