Ernir og Framsýn sammála um að halda samstarfinu áfram – miðar hækka í verði

Forsvarsmenn Framsýnar og Flugfélagsins Ernis gengu frá áframhaldandi samstarfi fyrir helgina varðandi sölu farmiða á sérstökum kjörum fyrir félagsmenn á flugleggnum Reykjavík – Húsavík / Húsavík – Reykjavík. Samningurinn gildir jafnframt fyrir önnur aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna.

Fram að þessu hefur verðið verið kr. 15.000,- per flugmiða. Vegna kostnaðarhækkana hjá flugfélaginu hækka miðarnir til Framsýnar í kr. 17.500,-. Framsýn mun áfram selja miðana á kostnaðarverði. Hækkunin tekur gildi 1. febrúar 2024.

Samningsaðilar eru sammála um að halda áfram samstarfi sem byggir á því að tryggja og efla flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur um ókomna tíð. Eins og kunnugt er hefur ríkt ákveðin óvissa um framtíð flugs milli þessara áfangastaða. Aðilar binda vonir við að hægt verði að tryggja flugið með samstilltu átaki hagsmunaaðila.

Deila á