Mánudaginn 15. janúar nk. verða 100 dagar liðnir frá upphafi núverandi árásarstríðs Ísraela á
hendur Palestínufólki á Gaza. Ísraelar hafa um langt skeið farið fram með grófum hernaði gegn
almenningi á Gaza. Stríðsrekstur þeirra hefur nú tekið á sig breytta og verri mynd og berast
þaðan daglega fréttir af líklegum stríðsglæpum og öðrum brotum gegn alþjóðasáttmálum.
Alþýðusambandið og fleiri heildarsamtök innan alþjóðlegu verkalýðshreyfingarinnar hafa árum
saman bent á það grófa misrétti sem verkafólk og almenningur allur í Palestínu býr við. Þar að
auki hafa þessi samtök sent frá sér fjölda ályktana í gegnum tíðina um stríðsrekstur Ísraela gegn
íbúum Palestínu.
Ekkert útlit er fyrir hlé á núverandi árásum á Gaza, auk þess sem Ísraelsher og landtökufólk á
Vesturbakkanum er farið að beita kröftum sínum þar og eykst spennan þar dag frá degi. Við
hvetjum því öll verkalýðsfélög til að sýna táknrænan stuðning og flagga palestínska fánanum á
hádegi þann 15. janúar nk., þegar 100 dagar eru liðnir frá upphafi árásanna, og leyfa þeim að
vera sýnilegir í nokkra daga hið minnsta.
Hægt er að nálgast fána hjá ASÍ í Guðrúnartúni 1, 105 Rvk.
Frekari upplýsingar veitir Andri varaformaður RSÍ í símanr 8533383 eða andri@fir.is.
f/h Fagfélaganna Stórhöfða 31 Rvk
Kristján Þórður Snæbjarnarso