Dregið úr styrkveitingum til sveitarfélaga og stofnanna vegna BSRB aðildarfélaga

Það tilkynnist hér með að stjórnir Mannauðssjóðs Kjalar, Mannauðssjóðs Samflots bæjarstarfsmanna og Mannauðssjóðs KSG hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að loka á styrkveitingar vegna ferðakostnaðar og gistingar í náms- og kynnisferðum í styrk til sveitarfélaga/stofnana. Ákvörðunin kemur til vegna bágrar fjárhagsstöðu sjóðanna í kjölfar mikillar aukningar á umsóknum í náms- og kynnisferðir. Lokunin tekur gildi frá 24. desember 2023. Þessar reglur gilda m.a. fyrir félagsmenn í Starfsmannafélagi Húsavíkur enda er félagið innan BSRB.

Deila á