Það tilkynnist hér með að stjórnir Mannauðssjóðs Kjalar, Mannauðssjóðs Samflots bæjarstarfsmanna og Mannauðssjóðs KSG hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að loka á styrkveitingar vegna ferðakostnaðar og gistingar í náms- og kynnisferðum í styrk til sveitarfélaga/stofnana. Ákvörðunin kemur til vegna bágrar fjárhagsstöðu sjóðanna í kjölfar mikillar aukningar á umsóknum í náms- og kynnisferðir. Lokunin tekur gildi frá 24. desember 2023. Þessar reglur gilda m.a. fyrir félagsmenn í Starfsmannafélagi Húsavíkur enda er félagið innan BSRB.