Við leitum að öflugu fólki í stjórnir, ráð og nefndir

Uppstillinganefnd Framsýnar kom saman til fundar í gær. Hlutverk nefndarinnar er að stilla upp í flestar trúnaðarstöður á vegum Framsýnar fyrir komandi kjörtímabil 2024-2026, það er í stjórnir, ráð og nefndir á vegum félagsins, samtals um 80 félagsmönnum. Þeirri vinnu skal lokið fyrir 31. janúar 2024 og skal hún þá auglýst eftir samþykki stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar. Hér með er skorað á áhugasama að hafa samband við formann nefndarinnar Ósk Helgadóttir vilji menn gefa kost á sér í trúnaðarstörf fyrir félagið sem er bæði gefandi og skemmtilegt starf í alla staði. Það er að taka þátt í að móta kjör félagsmanna og starf félagsins til framtíðar. Netfangið hjá formanni nefndarinnar er okkah@hotmail.com.

Deila á