Sigurveig Arnardóttir var valin „Jólasveinn ársins 2023“ á lokafundi stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar á árinu. Trúnaðarmönnum á vinnustöðum, starfsmönnum stéttarfélaganna og stjórn Framsýnar-ung var einnig boðið að sitja fundinn sem fram fór föstudaginn 8. desember. Fundarmönnum bauðst að kjósa þann félagsmann sem þykir hafa skarað fram úr í starfi Framsýnar á árinu. Titilinn „Jólasveinn ársins 2023“ hlaut Sigurveig Arnardóttir fyrir hennar mikla og óeigingjarna starf í þágu félagsins, reyndar til margra ára. Henni hafa verið falið mörg trúnaðarstörf á vegum Framsýnar og er í dag í aðalstjórn félagsins auk þess sem hún var til margra ára trúnaðarmaður starfsmanna á Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík. Hún er í dag starfsmaður HSN sem nýlega tók yfir rekstur Hvamms að mestu. Framsýn óskar Sigurveigu til hamingju með titilinn um leið og henni eru þökkuð frábær störf í þágu félagsins. Veiga er einstakur félagi! Það var formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, sem afhendi Sigurveigu jólasveininn eftirsótta í ár.