Þáðu boð forseta Íslands

Í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember bauð forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, formönnum launþegasamtaka heim á Bessastaði. Meðal þeirra voru formenn þeirra stéttarfélaga sem aðild eiga að Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík, þau Aðalsteinn Árni, Hermína og Jónas sem voru afar ánægð með boðið. Guðni fór í fáeinum orðum yfir sögu Bessastaða og bauð síðan gestum að skoða staðinn. Hér má sjá frekar um fundinn.

Deila á