Hressir krakkar komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna

Frjálsíþróttakrakkar innan HSÞ komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna en þau stefna að því að fara á Gautaborgarleikana sem fram fara í Svíþjóð í júlí 2024. Þau hafa undanfarið verið að leita að styrkjum vegna ferðarinna, hvað það varðar ætla þau að standa fyrir aðventugöngu á íþróttavellinum á Laugum fimmtudaginn 7. desember. Markmiðið er að ganga 100 km. Þeir sem vilja heita á þessa frábæru  krakka geta það með því að senda tölvupóst á netfangið frjalsar.hsth@gmail.com Að sjálfsögðu koma stéttarfélögin að því að styrkja verkefnið með áheitum.  

Deila á