Þingiðn hefur tilnefnd eftirtalda í kjörnefnd félagsins, Gunnólf Sveinsson, Davíð Þórólfsson og Kristján Gíslason. Gunnólfur er formaður nefndarinnar. Gengið var frá tilnefningunni á fundi innan félagsins fimmtudaginn 30. nóvember 2023.
„Í 21. gr. laga félagsins kemur fram að í nóvember ár hvert, skuli á félagsfundi kjósa kjörnefnd fyrir félagið. Þrír félagar skulu eiga sæti í kjörnefnd. Kjörnefnd gerir tillögur um félagsmenn í allar trúnaðarstöður félagsins fyrir næsta starfsár. Kjörnefnd er heimilt að láta fara fram könnun meðal félagsmanna, um hverjir eigi að gegna trúnaðarstöðum fyrir næsta starfsár. Könnunin skal vera skrifleg. Kjörnefnd skal hafa lokið störfum í síðasta lagi 31. janúar ár hvert. Tillögur kjörnefndar skulu vera félagsmönnum til sýnis á skrifstofu félagsins til 28. febrúar.
Heimilt er hverjum fullgildum félaga að koma með breytingartillögur um félagsmenn í einstakar trúnaðarstöður eða koma fram með nýja heildartillögu um skipan í trúnaðarstöður næsta starfsár. Breytingartillögu skal fylgja skrifleg heimild frá þeim, sem stungið er upp á og meðmæli a.m.k. 10% fullgildra félagsmanna. Nýjum heildartillögum þurfa að fylgja skrifleg meðmæli a.m.k. 20% félagsmanna. Skylt er að koma breytingartillögum til skrifstofu félagsins fyrir 1. mars.“
Skorað er á félagsmenn Þingiðnar að gefa kost á sér í trúnaðarstörf fyrir félagið. Áhugasömum er bent á að hafa samband við formann kjörnefndar Gunnólf Sveinsson. Jafnframt er hægt að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna.