Stjórn Þingiðnar fundar á fimmtudaginn

Stjórn Þingiðnar kemur saman til fundar næsta fimmtudag í fundarsal félagsins. Dagskrá fundarins er meðfylgjandi þessari frétt. Nokkur stórmál eru á dagskrá fundarins s.s. komandi kjaraviðræður við SA, íbúðakaup og flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Þá þarf að kjósa kjörnefnd félagsins sem ætlað er að stilla upp í trúnaðarstöður í félaginu til næstu tveggja ára frá dagsetningu næsta aðalfundar að telja sem væntanlega verður haldinn í apríl/maí 2024. Hér með er skorað á áhugasama félagsmenn að gefa kost á sér í trúnaðarstöður innan Þingiðnar.

Dagskrá:

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Inntaka nýrra félaga
  3. Hrunabúð
  4. Íbúðakaup
  5. Flugmál Hús-Rvk
  6. Kjarasamningar
  7. Lagabreytingar félagsins
  8. Starfsemi Virk
  9. Heimsókn á Bessastaði
  10. Grindavík-húsnæðiskortur
  11.  Kjörnefnd félagsins
  12.  Önnur mál
Deila á