Kalla eftir upplýsingum um breytingar á gjaldskrám

Á síðasta fundi stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar var samþykkt að kalla eftir upplýsingum frá sveitarfélögunum á félagssvæðinu; Þingeyjarsveit, Norðurþingi og Tjörneshrepp varðandi boðaðar/áætlaðar hækkanir á gjaldskrám sveitarfélaganna milli ára 2023-24.

Um þessar mundir vinnur Framsýn að því að móta kröfugerð félagsins vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins, Samband ísl. sveitarfélaga og ríkið. Vissulega hafa hækkanir sveitarfélaga á gjaldskrám og öðrum þjónustugjöldum áhrif á kröfugerðina þar sem almennir félagsmenn þurfa að hafa burði til að mæta slíkum hækkunum. Þess vegna ekki síst er afar mikilvægt að sveitarfélögin stilli sínum hækkunum í hóf.

Deila á