Desemberuppbót 2023

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Um er að ræða fasta krónutölu sem tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Áunnar uppbætur skal gera upp samhliða starfslokum.

Almennur vinnumarkaður og iðnaðarmenn:
Desemberuppbót er 103.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist eigi síðar en 15. desember. Þeir sem eru í starfi fyrstu vikuna í desember eða hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eiga rétt á uppbót. Fullt ársstarf miðast við 45 vikur eða 1.800 klst. á tímabilinu 1. janúar til 31. desember.

Ríkið:
Desemberuppbót (persónuuppbót) er 103.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. desember. Þeir sem eru við störf fyrstu viku nóvember eða hafa starfað í 13 vikur samfellt á árinu skulu fá greidda desemberuppbót. Full uppbót miðast við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október.

Sveitarfélög:
Desemberuppbót (persónuuppbót) er 131.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. desember. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag.

PCC:

Desemberuppbót er 230.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. desember. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag.

Sjá nánar í kjarasamningum viðkomandi aðila.

Deila á