Sameiginlegur fundur Þingiðnar og Framsýnar

Framsýn og Þingiðn standa fyrir sameiginlegum félagsfundi þriðjudaginn 21. nóvember kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Umræðuefni fundarins eru komandi kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins, en kjarasamningar félaganna eru lausir í lok janúar 2024 og kaup á nýjum orlofsíbúðum fyrir félagsmenn.

Deila á