Kæru félagar í Verkalýðsfélagi Grindvíkur!

Framsýn stéttarfélag sendir verkafólki og öðrum íbúum Grindavíkur hlýjar kveðjur á þessum erfiðu tímum  þegar ekkert er vitað um stöðuna varðandi frekari jarðhræringar og hugsanlegt eldgos á Reykjanesinu. Hugur okkar, líkt og landsmanna allra, er hjá ykkur. 

Félagið færir jafnframt viðbragðsaðilum,  sem lagt hafa nótt við dag við krefjandi aðstæður, þakkir fyrir sín góðu störf og óskar þeim góðs gengis í verkefnunum sem framundan eru.   

Það er von Framsýnar að jarðhræringarnar valdi sem minnstum skaða og daglegt líf íbúa í Grindavík komist sem fyrst  í eðlilegt horf. 

Þannig samþykkt á stjórnar og trúnaðarráðsfundi félagsins 15. nóvember 2023. 

Fh. Framsýnar stéttarfélags

Aðalsteinn Árni Baldursson 

Deila á