Stéttarfélögin stóðu samtímis fyrir samstöðufundum á Húsavík og Raufarhöfn í tilefni kvennaverkfallsins í dag, 24. október. Á Raufarhöfn var fundurinn haldinn í Hnitbjörgum og var hann vel sóttur. Þar mættu konur frá Raufarhöfn og nágrenni, allt frá Kópaskeri og austur í Þistilfjörð. Allar tóku viðstaddar til máls á einn eða annan hátt og sköpuðust góðar umræður.
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2023/10/367390668_655477709746669_7551332098914641101_n-1024x1024.jpg)
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2023/10/394788885_859653789089406_7600467988963598361_n-1024x1024.jpg)
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2023/10/395558103_349451104247484_2186442784227795617_n-1024x1024.jpg)