Samningsumboðið til SGS

Framsýn stéttarfélag hefur samþykkt að Starfsgreinasamband Íslands fari með samningsumboð félagsins í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og aðra viðsemjendur er tengist þeim kjarasamningum sem félagið á aðild að í gegnum sambandið og renna almennt út 31. janúar 2024. Kjarasamningarnir eru:

  • Heildarkjarasamningur SGS og SA
  • Kjarasamningur SGS og SA vegna veitinga-, gisti-, þjónustu-, og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi.
  • Kjarasamningur SGS og Landssambands smábátaeigenda og Samtaka smærri útgerða
  • Kjarasamningur SGS og Bændasamtaka Íslands
  • Kjarasamningur SGS og Landsvirkjunar
  • Kjarasamningur SGS og NPA miðstöðvarinnar

Þá liggur fyrir að fulltrúar Framsýnar munu verða virkir í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins sem munu hefjast fyrir alvöru á allra næstu vikum.

Deila á