Framúrskarandi nemendur á Laugum

Framhaldsskólinn á Laugum leitaði til Framsýnar með fyrirlestur um tilgang stéttarfélaga, staðgreiðslu skatta og lífeyrismál. Formaður félagsins, Aðalsteinn Árni, fór á staðinn í morgun og messaði yfir áhugasömum nemendum sem stunda nám við þennan frábæra skóla. Með í för var Kristján Ingi Jónsson starfsmaður stéttarfélaganna. Nemendur skólans sem koma víða að, enda heimavistarskóli, voru mjög áhugasamir um málefni fundarins en tæplega 40 nemendur hlustuðu á fyrirlesturinn. Eins og áður hefur komið fram eru stéttarfélögin ávallt reiðubúin að koma með fræðslu inn í skóla á félagssvæðinu og vinnustaði. Eitt símtal og við komum í heimsókn.

Deila á