Stefán S. Stefánsson fallinn frá

Stefán Sigurður Stefánsson fyrrverandi formaður Starfsmannafélags Húsavíkur er fallinn frá. Útför hans fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi, föstudaginn 6. október klukkan 13:00.

Stefán var formaður Starfsmannafélags Húsavíkur í rúmlega tvo áratugi, hann var mjög virkur í starfi auk þess sem hann var áberandi í starfi BSRB er viðkom kjarabaráttu félagsmanna og annarri réttindabaráttu. Hafi hann miklar þakkir fyrir vel unninn störf í þágu félagsmanna.

Stjórn félagsins og starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík votta fjölskyldu Stefáns innilegrar samúðar. Blessuð sé minning hans.

Deila á