Góður fundur með ríkissáttasemjara

Ríkissáttasemjari, Ástráður Haraldsson og samstarfsfólk hans hjá embættinu, þær Bára Hildur Jóhannsdóttir, Aldís Magnúsdóttir og Elísabet S. Ólafsdóttir funduðu með fulltrúum úr stjórnum Framsýnar, STH og Verkalýðsfélags Þórshafnar í dag á Fosshótel Húsavík. Gestirnir fóru yfir hlutverk og starfsemi embættis ríkissáttasemjara sem hefur á að skipa litlu en öflugu teymi starfsfólks. Auk þess kölluðu þau eftir helstu áherslum félaganna varðandi kjaramálaumhverfið og komandi samningavetur. Fundurinn var vinsamlegur og góður í alla staði.

Deila á