Ríkissáttasemjari, Ástráður Haraldsson og samstarfsfólk hans hjá embættinu, þær Bára Hildur Jóhannsdóttir, Aldís Magnúsdóttir og Elísabet S. Ólafsdóttir funduðu með fulltrúum úr stjórnum Framsýnar, STH og Verkalýðsfélags Þórshafnar í dag á Fosshótel Húsavík. Gestirnir fóru yfir hlutverk og starfsemi embættis ríkissáttasemjara sem hefur á að skipa litlu en öflugu teymi starfsfólks. Auk þess kölluðu þau eftir helstu áherslum félaganna varðandi kjaramálaumhverfið og komandi samningavetur. Fundurinn var vinsamlegur og góður í alla staði.