Námsstyrkir í boði fyrir félagsmenn Framsýnar 

Félagsmenn Framsýnar eiga rétt á námsstyrkjum úr þeim starfsmenntasjóðum sem þeir eiga aðild að í gegnum kjarasamninga félagsins. Þannig getur fullgildur félagsmaður fengið allt að 130.000 krónur á ári í námsstyrk. Ef styrkur er ekki nýttur í þrjú ár samfellt geta félagsmenn sótt um uppsafnaðan rétt eða allt að 390.000 krónur fyrir eitt samfellt nám eða námskeið samkvæmt reglum sjóðanna. Eins eiga félagsmenn í dýru námi kost á að sækja um viðbótarstyrk í sérstakan fræðslusjóð Framsýnar. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Framsýnar, undir fræðslumál (https://framsyn.is/fraedslumal-2/). Einnig er hægt að fá upplýsingar á skrifstofu stéttarfélaganna. 

Deila á