Mærudags getraun – alltaf stutt í grínið

Heimasíða stéttarfélaganna býður lesendum upp á skemmtilega getraun sem tengist Mærudögum. Vegleg verðlaun eru  í boði s.s. ferðatöskur, jakkar/peysur og húfur með merki félaganna. Það eina sem þú þarft að gera er að finna út hvar þessi bekkur er staðsettur á Húsavík og mynda hann með símanum þínum og senda hana síðan á netfangið kuti@framsyn.is. Einnig er í boði að koma með myndina í símanum á Skrifstofu stéttarfélaganna á opnunartíma. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndina, frumlegustu myndina og fyrstu myndina sem berst í hús. Ekki er verra að þáttakendur séu sjálfir á myndinni með bekknum eða vinir eða vandamenn. Þessi stórmerkilegi bekkur stendur við malarveg, sem áður var fjölfarinn milli landshluta. Í dag stendur þekkt fjárbú á Húsavík við veginn sem er í dag afleggjari frá nýlegum vegi sem tengir Húsavík betur við Mývatnssveitina og skíðasvæðið í Reyðarárhnjúk. Skilafrestur er til kl: 17:00 á laugardaginn. Úrslitin verða tilkynnt á heimasíðunni strax í kjölfarið. Koma svo!

Hvar er þessi bekkur, vegleg verðlaun í boði????

Deila á