Eins og áður hefur komið fram er unnið að því að HSN taki endanlega yfir rekstur Hvamms. Við það flytjast starfsmenn Hvamms milli stofnana og munu framvegis taka kjör eftir kjarasamningi SGS/Framsýnar og fjármálaráðherra fh. ríkisjóðs. Fram að þessu hafa starfsmenn starfað eftir kjarasamningi sveitarfélaganna og SGS/Framsýnar. Framsýn hefur boðað til fundar með starfsmönnum Hvamms næstkomandi mánudag, 17. júlí kl. 16:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Tilefni fundarins er að fara yfir réttindi og kjör starfsmanna við yfirfærsluna á HSN. Þess er vænst að starfsmenn fjölmenni á fundinn en Framsýn hefur átt í viðræðum við HSN undanfarna mánuði um yfirfærsluna ásamt trúnaðarmönnum starfsmanna með það að markmiði að tryggja stöðu starfsmanna við flutninginn milli kjarasamninga.