Kópavogsbær hefur innleitt nýtt flokkunarkerfi sem samanstendur af fjórum flokkum, lífrænn úrgangur, plast, pappi og almennur úrgangur. Uppi á bílaplaninu eru þrjár rennur og eru þær nú merktar plast, pappi og almennur úrgangur. Lífrænn úrgangur fer svo í tunnurnar í sorpgeymslu sem eru jarðhæðinni. Hurðin að geymslunni snýr að blokkinni við hliðina og er ólæst. Hurðin er hægra megin við akstursdyrnar inn í bílakjallarann. Þangað þurfa menn að fara með lífrænan úrgang. Pokar fyrir lífrænan úrgang eru í anddyrinu á 1. hæð og verður komið fyrir í íbúðum stéttarfélaganna. Þar verður einnig komið fyrir betri flokkunarílátum. Stéttarfélögin, Þingiðn og Framsýn, leggja mikið upp úr því að félagsmenn sem leigja íbúðir stéttarfélaganna gangi vel um og flokki allt rusl sem fellur til meðan þeir dvelja í íbúðum félaganna. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Tunnum fyrir lífrænan úrgang hefur verið komið fyrir í sorpgeymslunni.