Fréttir af aðalfundi Framsýnar – boðið upp á ljósmyndasýningu

Félagið opnaði ljósmyndasýningu í Safnahúsinu laugardaginn 3. desember undir yfirskriftinni „Samfélagið í hnotskurn“. Samhliða sýningunni var í boði fjölmenningardagskrá í samstarfi við Húsavíkurstofu og fjölmenningafulltrúa Norðurþings. Ljósmyndasýningin stóð fram í febrúar 2023. Sýningunni hefur nú verið komið fyrir í forstofu fundarsals stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Í lok árs 2019 var gengið frá samningi við Egil Bjarnason ljósmyndara um verkefni þar sem teknar voru myndir af erlendu verkafólki við störf. Samið var við Egil að taka myndir af 20 einstaklingum sem komið hafa til starfa hér á landi. Verkefnið kláraðist haustið 2022 og er félaginu til mikils sóma.

Deila á