Fréttir af aðalfundi Framsýnar – Öflug þjónusta í boði hjá Virk

Virk – starfsendurhæfingarsjóður var stofnaður árið 2008 af aðilum vinnumarkaðarins. Í júní 2012 voru sett lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, lög nr. 60/2012, sem sjóðurinn starfar eftir. Með samvinnu Virk – starfsendurhæfingarsjóðs og Framsýnar, Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar hefur verið rekin þjónustu- og ráðgjafaskrifstofa Virk í Þingeyjarsýslum frá árinu 2009. Markmið Virk – starfsendurhæfingarsjóðs er að draga úr líkum á því að einstaklingar hverfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Þjónusta við einstaklinga felst í persónulegri ráðgjöf og hvatningu, samvinnu um áætlun um eflingu starfsgetu og endurkomu á vinnumarkað, vali á endurhæfingarúrræðum í samvinnu við einstakling og fagfólk og leiðbeiningum um réttindi, framfærslu og þjónustu. Gott samstarf er við stofnanir og meðferðaraðila á svæðinu, á sviði heilbrigðis-, félags- og menntunarmála. Virk hefur staðið fyrir kynningu og vitundavakningu um efni sem tengjast farsælli þátttöku og endurkomu á vinnumarkaði. Í þessu sambandi má t.d. nefna kynningarátök og rannsóknir Virk á kynbundnu ofbeldi á vinnumarkaði, kulnun og breytingarskeyði kvenna. Mikið er lagt upp úr að þjónustan sé sýnileg og aðgengileg, hvort heldur til almennrar ráðgjafar fyrir félagsmenn, formlegrar samvinnu við einstaklinga í starfsendurhæfingu eða samstarf við úrræðaaðila og launagreiðendur. Formleg þjónusta við einstaklinga á vettvangi Virk hefst með tilvísun frá lækni (oftast heimilislækni/lækni heilsugæslu).

Framsýn og samstarfs stéttarfélög í Þingeyjarsýslum eiga virkt samstarf við Virk – starfsendurhæfingarsjóð um skipulag og stuðning við þjónustuna. Á síðustu misserum hefur byggst upp gott samstarf um miðlun verkefna, m.a. á Norðurlandi. Starfsmaður Virk á Húsavík hefur að hluta starfað sem atvinnulífstengill á því svæði. Á vettvangi Virk – starfsendurhæfingarsjóðs, hlutu 10 fyrirtæki/stofnanir nýlega sérstaka viðurkenningu fyrir framlagt sitt til stuðnings einstaklinga sem stíga út á vinnumarkað eftir fjarveru vegna veikinda. Heilbrigðistofnun Norðurlands – Húsavík, hlaut þessa viðurkenningu, sem VIRKt fyrirtæki. Áralangt samstarf hefur verið verið stofnunina, jákvætt viðhorf stjórenda og samstarfsfólks hafa einkennt samstarf og samskipti við einstaklinga í endurkomu í starf eða í leit að starfi við hæfi og tækifæri á vinnumarkaði að nýju. Ráðgjafi Virk – starfsendurhæfingarsjóðs í Þingeyjarsýslum er Ágúst Sigurður Óskarsson og er hann til staðar á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík, sími 464-6600 og netfang virk@framsyn.is.

Deila á