Fjölmenni í sumarkaffi Framsýnar á Raufarhöfn

Framsýn stóð fyrir árlegu sumarkaffi í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn í byrjun júní eins og gert hefur verið í aðdraganda Sjómannadagsins mörg undanfarin ár. Íbúar staðarins ásamt nærsveitingum hafa verið mjög duglegir að mæta í sumarkaffið og svo var einnig nú, en um 70 til 80 gestir komu og þáðu veitingar og áttu góða stund með forsvarsmönnum félagsins.  Með kaffinu var boðið upp á konfekt og hnallþórur af allra bestu gerð, en það voru konur úr Kvenfélaginu Freyju á Raufarhöfn sem höfðu veg og vanda af tertubakstrinum. Framsýn þakkar rekstraraðilum Hnitbjarga, þeim Ingibjörgu Hönnu Sigurðardóttur og Gunnari Páli Baldurssyni  fyrir afnotin af húsnæðinu og öllum þeim sem lögðu leið sína í sumarkaffið hjartanlega fyrir komuna.

Deila á