Framsýn er mjög umhugað um starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2022 fengu 327 félagsmenn greiddar kr. 21.394,858,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Sambærileg tala fyrir árið 2021 var kr. 21.959.258,-.
Námsstyrkir árið 2022 skiptast þannig milli fræðslusjóða sem Framsýn á aðild að:
198 félagsmenn fengu greidda styrki úr Landsmennt kr. 13.197.541,-.
6 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sjómennt kr. 354.410,-.
14 félagsmenn fengu greidda styrki úr Ríkismennt kr. 698.693,-.
71 félagsmenn fengu greidda styrki úr Fræðslusjóði LÍV kr. 4.408.067,-.
35 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sveitamennt kr. 2.436.147,-.
3 styrkir voru greiddir úr Fræðslusjóði Framsýnar á árinu 2022, samtals kr. 300.000,-.
Samtals fengu félagsmenn því greiddar kr. 21.394,858,- í námsstyrki á árinu 2022.
Fræðslusjóðirnir eru fjármagnaðir með framlögum frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríkisstofnunum sbr. ákvæði þar um í kjarasamningum. Það á þó ekki við um Fræðslusjóð Framsýnar sem hefur ekki fastan tekjustofn. Þá má geta þess að félagið leggur mikið upp úr heimsóknum í skóla með fræðslu um starfsemi stéttarfélaga og vinnumarkaðinn, það er í vinnuskóla, grunnskóla og framhaldsskóla á félagssvæðinu. Þó nokkuð er um að fyrirtæki og stofnanir leiti til Framsýnar eftir fræðslu fyrir starfsmenn sem tengist réttindum og skyldum þeirra á vinnumarkaði sem er afar ánægjulegt. Þá eru starfsmenn stéttarfélaganna reglulega beðnir um að kenna á námskeiðum er tengjast vinnurétti.