Framsýn færði nýlega Tónlistardeild Stórutjarnaskóla gjöf vegna aðkomu nemenda skólans að hátíðahöldunum 1. maí sem fram fóru á Fosshótel Húsavík á baráttudegi verkafólks. Félaginu hefur borist þakkarbréf þar sem fram kemur þakklæti fyrir höfðinglega gjöf sem beri vott um hlýhug gefanda. Þakkað er fyrir gjöfina. Fram kemur að búið er að fjárfesta í fiðlu og cajontrommu sem mun nýtast tónlistarnemum skólans afar vel að sögn stjórnenda skólans um leið og óskað er eftir áframhaldandi farsælu samstarfi.