Fréttir af aðalfundi Framsýnar – PCC greiðir mest til félagsins

Fyrirtækið PCC BakkiSilicon hf. greiddi mest allra atvinnurekenda  í iðgjöld til Framsýnar árið 2022 eða samtals um kr. 34,6 milljónir, það er heldur meira en sveitarfélagið Norðurþing. Árið 2021 greiddi Sveitarfélagið Norðurþing mest allra fyrirtækja eða um 25,7 milljónir. Innifalið í upphæðinni eru félagsgjöld starfsmanna og lögbundin iðgjöld atvinnurekenda í sjóði Framsýnar og í starfsmenntasjóði atvinnulífsins. Stærstu greiðendur iðgjalda til Framsýnar 2022 eftir röð:

PCC BakkiSilicon hf.

Sveitarfélagið Norðurþing

GPG. Seafood ehf.

Þingeyjarsveit

Hvammur, heimili aldraðra

Norðlenska matarborðið ehf.

Íslandshótel hf.

Ríkissjóður Íslands

Eimskip ehf.

Samherji fiskeldi ehf.

Samkaup hf.

Deila á