Falleg stund í kirkjugarðinum á Húsavík

Í morgun fór fram helgistund í kirkjugarðinum við minnisvarðann um týnda menn. Kirkjukórinn söng nokkur lög undir stjórn Attila og sr. Sólveig Halla flutti hugvekju í tilefni Sjómannadagsins auk þess að leiða þessa fallegu stund í góða veðrinu. Blómsveigur frá Björgunarsveitinni Garðari til minningar um látna sjómenn var lagður að minnisvarðanum. Það gerði Aðalsteinn Árni Baldursson. Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni í kirkjugarðinum, degi minninga og fyrirbæna, og hátíð samstöðu og samhugar með þeim sem sóttu og sækja enn sjó og fjölskyldum þeirra.

Deila á