Í morgun fór fram helgistund í kirkjugarðinum við minnisvarðann um týnda menn. Kirkjukórinn söng nokkur lög undir stjórn Attila og sr. Sólveig Halla flutti hugvekju í tilefni Sjómannadagsins auk þess að leiða þessa fallegu stund í góða veðrinu. Blómsveigur frá Björgunarsveitinni Garðari til minningar um látna sjómenn var lagður að minnisvarðanum. Það gerði Aðalsteinn Árni Baldursson. Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni í kirkjugarðinum, degi minninga og fyrirbæna, og hátíð samstöðu og samhugar með þeim sem sóttu og sækja enn sjó og fjölskyldum þeirra.
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2023/06/20230604_111010-768x1024.jpg)
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2023/06/IMG_256338814-rotated.jpg)
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2023/06/IMG_257338820-rotated.jpg)
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2023/06/20230604_114133-768x1024.jpg)
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2023/06/20230604_110420-1024x768.jpg)
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2023/06/IMG_257738824-1-rotated.jpg)
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2023/06/20230604_113811-1-768x1024.jpg)