Fulltrúar frá Framsýn fara reglulega í vinnustaðaheimsóknir um félagssvæðið. Á dögunum fóru þeir í heimsókn til starfsmanna sem starfa hjá Fosshótel Mývatn. Carlos Jané Echazarreta og Júlia Nadzamová sem starfa í móttökunni tóku á móti gestum frá Framsýn með bros á vör.