Aðalfundar Starfsmannafélags Húsavíkur verður haldinn miðvikudaginn 24. maí 2023. Fundurinn hefst kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Undanfarið hefur verið unnið að því að endurskoða félagslög STH. Sérstakur félagsfundur var haldinn um boðaðar breytingar. Lögin verða endanlega tekin til afgreiðslu á aðalfundinum. Hægt er að nálgast lögin á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Aðalfundur er æðsta vald félagsins og skal hann haldinn ár hvert. Sérstök verkefni aðalfundar eru þessi:
1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemi félagsins síðastliðið ár
2. Lagðir fram til úrskurðar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið ár
3. Tekin ákvörðun um árgjöld félagsmanna
4. Lagabreytingar, enda hafi tillögur til breytinga borist stjórn félagsins tveimur vikum fyrir aðalfund
5. Kosning stjórnar samkvæmt 6. grein
6. Kosning endurskoðenda samkvæmt 6. grein
7. Kosning fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar
8. Kosning fulltrúa á þing B.S.R.B.
9. Kosning fulltrúa í orlofs-, ferðamála- og starfskjaranefnd
10. Önnur mál, sem fram koma á fundinum
Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum um starfsemi félagsins og væntanlega afmælisferð í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. Þá geta félagsmenn nálgast afmælistösku á fundinum eða á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Stjórn STH