100% samþykki hjá starfsmönnum Landsvirkjunar

Þann 5. apríl sl. var gengið frá skammtíma kjarasamningi  milli aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Landsvirkjunar með gildistíma frá 1. nóvember 2022.  Samningurinn gildir til 31. janúar 2024. Kjarasamningurinn er sambærilegur samningi SGS og SA sem var undirritaður í byrjun desember 2022. Samningurinn nær til félagsmanna Framsýnar sem starfa hjá Landsvirkjun á Þeistareykjum, Laxárvirkjun og Kröflu. Atkvæðagreiðslu um samninginn lauk í gær. Alls greiddu 50% starfsmanna atkvæði, það er níu af átján starfsmönnum. Já sögðu 100% starfsmanna og skoðast hann því samþykktur.  

Deila á