Fróðleiksfúsir nemendur á Stórutjörnum

Fulltrúar frá Framsýn voru beðnir um að vera með kynningu um vinnumarkaðinn og starfsemi stéttarfélaga fyrir nemendur í elstu árgöngunum í Stórutjarnaskóla. Stórutjarnaskóli er í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistarskóli með um 40 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Kynningin gekk vel og voru nemendur fróðleiksfúsir um réttindi og skyldur fólks á vinnumarkaði en þau verða fljótlega fullgild á vinnumarkaði. Það var Kristján Ingi Jónsson starfsmaður stéttarfélaganna sem fór fyrir fræðslunni og svaraði spurningum nemenda.  

Deila á