Félagar í STH samþykktu kjarasamninginn við ríkið

Kjörstjórn Starfsmannafélags Húsavíkur kom saman til fundar í morgun. Tilgangurinn var að telja í atkvæðagreiðslu um kjarasamning félagsins við ríkið. Starfsmannafélagið ásamt 14 öðrum aðildarfélögum BSRB skrifuðu undir samkomulag við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs 31. mars um framlengingu og breytingar á kjarasamningi aðila. Um skammtímasamning er að ræða með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Atkvæðagreiðsla um samninginn hófst miðvikudaginn 5. apríl og lauk í morgun kl. 09:00. Á kjörskrá voru 26 félagsmenn. Alls greiddu 15,4% félagsmanna atkvæði um samninginn sem var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

Deila á