Niceair – Upplýsingar varðandi ónotaða flugmiða

Eins og kunnugt er hefur Niceair aflýst flugi og gert hlé á allri sinni starfsemi um óákveðinn tíma. Í tilkynningu frá Niceair í byrjun mánaðarins kemur fram:

„Vegna óviðráðanlegra aðstæðna neyðumst við til að fella niður öll flug Niceair frá og með 6. apríl nk.

Við hörmum þau óþægindi sem af þessu hljótast. 

Endurgreiðslur farmiða sem greiddir voru með debet- og kreditkortum munu skila sér á næstu dögum.

Öðrum farþegum er vinsamlegast bent á að senda erindi með upplýsingum um bókunarnúmer á niceair@niceair.is

Deila á