Afmælisgjöf til félagsmanna STH – 60 ára afmæli

Starfsmannafélag Húsavíkur var stofnað 26. október 1963. Fyrsti forsvarsmaður félagsins var Páll Kristjánsson. Um 100 félagsmenn eru í félaginu. Félagið er stéttarfélag starfsmanna ríkis og sveitarfélaga sem nær yfir sveitarfélög í Þingeyjarsýslum. Í tilefni af afmælinu hefur verið ákveðið að færa félagsmönnum að gjöf veglega tösku sem þeir geta nálgast á Skrifstofu stéttarfélaganna. Síðan er til skoðunar að fara í afmælisferð í haust. Ferðin verður nánar auglýst síðar.

Deila á